Stekkjarberg 9, deiliskipulag
Stekkjarberg 9
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 379
8. september, 2015
Annað
Fyrirspurn
Páll Gunnlaugsson ASK arkitektar lagði 04.11.2014 f.h. Ágústs M Ármann inn skipulagslýsingu fyrir lóðina dags. október 2014, samþykkt í Skipulags- og byggingarráði. Skipulags- og byggingarráð samþykkti 5.5.2015 að auglýsinga tillögu að breytingu á deiliskipulagi dags. 4.5.2015 skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og að haldinn verði kynningarfundur 26. maí nk. Tillagan hefur verið auglýst, athugasemdir bárust. Áður lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að svörum við innkomnum athugasemdum. Áður lagður fram tölvupóstur lóðarhafa. Áður lögð fram ný tillaga ASK-arkitekta til að koma til móts við athugasemdir. Tillagan var samþykkt á fundi 377, en bæjarsstjórn vísaði henni aftur í Skipulags- og byggingarráð.
Svar

Skipulags- og byggingarráð hefur yfirfarið athugasemdir sem hafa borist og vísar í bókun ráðsins þann 25.8.15 og leggur til að málinu verði lokið skv. 42. gr skipulagslaga 123/2010 og gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: "Bæjarstjórn Hafnarfjaðar samþykkir deiliskipulag fyrir Stekkjarberg 9 og að málinu verði lokið skv. 42 gr. skipulagslaga nr 123/2010."

Skipulag og byggingarráð leggur til að unnið verði að verklagsreglum skipulagsviðs vegna skipulagsmála og íbúasamráðs. Verklagsreglum er ætlað að taka á þáttum eins og kynningarfundum, samráði og samtali við íbúa og hvernig hægt sé að auka traust bæjarbúa á skipulagsmálum.