Stekkjarberg 9, deiliskipulag
Stekkjarberg 9
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 380
22. september, 2015
Samþykkt
Fyrirspurn
Páll Gunnlaugsson ASK arkitektar leggur f.h. Ágústs M Ármann inn skipulagslýsingu fyrir lóðina dags. október 2014.
Skipulags- og byggingarráð samþykkti 5.5.2015 að auglýsinga tillögu að breytingu á deiliskipulagi dags. 4.5.2015 skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og að haldinn verði kynningarfundur 26. maí nk. Tillagan hefur verið auglýst, athugasemdir bárust. Brugðist hefur verið við athugasemdum með því að minnka byggingarmagn. Jafnframt hefur byggðin verð færð enn fjær friðlýstasvæðinu. Í ljós hefur komið að tilvísun í gildandi deiliskipulag var ekki rétt og því þarf að auglýsa skipulagið að nýju.
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 15.09.2015. Umhverfis- og skipulagsþjónusta telur að áhrif á vatnsbúskap aukist ekki frá gildandi deiliskipulagi, þar sem hér sé um yfirborðsvatn að ræða en ekki grunnvatn.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst að nýju.

Skipulag og byggingarráð ítrekar að unnið verði að verklagsreglum skipulagsviðs vegna skipulagsmála og íbúasamráðs. Verklagsreglum er ætlað að taka á þáttum eins og kynningarfundum, samráði og samtali við íbúa og hvernig hægt sé að auka traust bæjarbúa á skipulagsmálum