Rekstrarúttekt, samningar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1733
29. október, 2014
Annað
‹ 6
7
Fyrirspurn
20.liður úr fundargerð BÆJH frá 27.okt.sl. Lögð fram verkefnislýsing og umfangsáætlun vegna verkefnisins. Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar Samfylkingar og VG benda á að á í kjölfar hrunsins hefur farið fram mjög ítarleg úttekt og vinna við hagræðingu í rekstri Hafnarfjarðarbæjar. Að þeirri vinnu hafa komið fjölmargir utanaðkomandi aðilar en mest áhersla hefur verið lögð á þáttttöku stjórnenda og almenns starfsfólks í því verkefni. Markmiðið hefur verið að auka skilvirkni í rekstrinum og skapa þannig svigrúm til að sveitarfélagið geti staðið við skuldbindingar sínar í nútíð og framtíð, aukið og bætt þjónustu við bæjarbúa og nýtt þau fjölmörgu tækifæri sem eru til staðar í sveitarfélaginu og umhverfi þess. Síðasta fjárhagslega úttektin sem fór fram var gerð sl. vetur í tengslum við endurfjármögnun langtímalána en að henni komu m.a. utanaðkomandi ráðgjafafyrirtæki, lánveitendur og óháð lánsmatsfyrirtæki.
Árangurinn af þrotlausri vinnu síðustu ára hefur birst í stöðugt batnandi afkomu, hratt lækkandi skuldum og bættu lánshæfi Hafnarfjarðarbæjar. Með þeirri vinnu sem ráðist var í á síðasta kjörtímabili var lagður grunnur að þeirri sterku stöðu sem sveitarfélagið er í dag og þeirri farsælu endurfjármögnun erlendra lána sem tryggð var síðastliðið vor.
Fulltrúar Samfylkingar og VG fagna því að nýr meirihuti ætli að halda áfram að vinna að því að styrkja og efla rekstur sveitarfélagsins en benda á mikilvægi þess að ekki sé með óbeinum hætti dregin upp röng mynd af fjárhagsstöðu bæjarsjóðs. Aðhald og aukin skilvirkni í rekstri á undir öllum kringumstæðum að vera hluti af vandaðri og markvissri fjármála- og rekstrarstjórn en ekki tímabundið átaksverkefni eins og hér er lagt upp með. Það að nú eftir þá miklu vinnu sem átt hefur sér stað á undanförnum árum og hefur skilað gríðarlegum árangri eigi að efna til sérstaks hagræðingarátaks gæti að okkar mati verið til þess fallið að draga upp neikvæða og beinlínis ranga mynd af fjárhagslegri stöðu Hafnarfjarðarbæjar."
Svar

Bæjarstjóri Haraldur L Haraldsson tók til máls, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari, Einar Birkir Einarsson tók þá til máls, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Einars Birkis Einarssonar.
Rósa Guðbjartsdóttir tók síðan til máls, undir ræðu hennar tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins, Guðlaug Kristjánsdóttir tók þessu næst til máls og tók síðan við stjórn fundarins að nýju.

Kristinn Andersen tók þá til máls, síðan Gunnar Axel Axelsson, Kristinn Andersen kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Einar Birkir Einarsson tók þessu næst til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við ræðu Einars Birkis Einarssonar.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók síðan til máls, þá bæjarstjóri
Haraldur L. Haraldsson og lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að ráða Garðar Jónsson hjá 3R-Ráðgjöf ehf. til að framkvæma greiningu á rekstri Hafnarfjarðarbæjar og gerð tillagna varðandi rekstur sveitarfélagsins byggðar á greiningunni. Vinnan fari fram á tímabilinu frá október lok 2014 til febrúar 2015.
Að öðru leyti er vísað í samantekt sem verktaki hefur gert um verkefnið sem hann nefnir Lýsing verkefnisins, umfangsáætlun og kostnaður."

Gert var stutt fundarhlé.

Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók þá til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu bæjarstjóra með 11 samhljóða atkvæðum.

Gunnar Axel Axelsson tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Adda María Jóhannsdóttir tók einngi til máls og gerði einnig grein fyrir atkvæði sínu og vísaði jafnframt til bókunar í bæjarráði.

Ófeigur Friðriksson tók einnig til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók einnig til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu.