Bæjarstjóri Haraldur L Haraldsson tók til máls, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari, Einar Birkir Einarsson tók þá til máls, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Einars Birkis Einarssonar.
Rósa Guðbjartsdóttir tók síðan til máls, undir ræðu hennar tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins, Guðlaug Kristjánsdóttir tók þessu næst til máls og tók síðan við stjórn fundarins að nýju.
Kristinn Andersen tók þá til máls, síðan Gunnar Axel Axelsson, Kristinn Andersen kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Einar Birkir Einarsson tók þessu næst til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við ræðu Einars Birkis Einarssonar.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók síðan til máls, þá bæjarstjóri
Haraldur L. Haraldsson og lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að ráða Garðar Jónsson hjá 3R-Ráðgjöf ehf. til að framkvæma greiningu á rekstri Hafnarfjarðarbæjar og gerð tillagna varðandi rekstur sveitarfélagsins byggðar á greiningunni. Vinnan fari fram á tímabilinu frá október lok 2014 til febrúar 2015.
Að öðru leyti er vísað í samantekt sem verktaki hefur gert um verkefnið sem hann nefnir Lýsing verkefnisins, umfangsáætlun og kostnaður."
Gert var stutt fundarhlé.
Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók þá til máls.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu bæjarstjóra með 11 samhljóða atkvæðum.
Gunnar Axel Axelsson tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu.
Adda María Jóhannsdóttir tók einngi til máls og gerði einnig grein fyrir atkvæði sínu og vísaði jafnframt til bókunar í bæjarráði.
Ófeigur Friðriksson tók einnig til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók einnig til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu.