Þarfagreining íþróttamannvirkja
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3390
27. október, 2014
Annað
Fyrirspurn
Gerð grein fyrir fyrirhugaðri úttekt á íþróttamannvirkjum bæjarins.
Svar

Bæjarráð samþykkir að gerð verði þarfagreining á húsnæði íþróttamannavirkja í bænum m.t.t. nýtingar. ÍBH og fjármálastjóra verði falið að gera slíka úttekt og að hún liggi fyrir eigi síðar en 20. nóvember.
Einnig verði fjármálastjóra falið að taka saman kostnað bæjarfélagsins í viðhald, framkvæmdir og aðrar fjárfestingar í íþróttamannvirkjum í bænum, niðurgreindan á íþróttafélög undanfarin tíu ár.

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar Samfylkingar og VG benda á að nú þegar liggur fyrir tillaga fulltrúar Samfylkingar í íþrótta- og tómstundanefnd um að ráðist verði í slíka greiningu sem hér er nú kynnt tillaga um auk þess sem farið verði með markvissum hætti í gegnum fyrirkomulag forgangsröðunar framkvæmda."