Í ljósi umræðu um vopnaburð lögreglu felur bæjarráð bæjarstjóra að leita skýringa og svara við því hvort breytingar hafi orðið á þeirri grundvallarstefnu að lögregla skuli ekki vera búin skotvopnum við almenn störf sín. Telur bæjarráð ástæðu til að árétta þá afstöðu bæjaryfirvalda í Hafnarfirði að ekki sé rétt að gera breytingar á þeirri meginreglu nema að undangenginni opinni umræðu í samfélaginu og að höfðu samráði við alla hlutaðeigandi.