Klukkuvellir 28-38, fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi
Klukkuvellir 28
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 358
10. nóvember, 2014
Annað
‹ 4
5
Fyrirspurn
ER hús ehf. leggur inn 29.10.2014 fyrirspurn um heimild til að breyta deiliskipulagi lóðanna Klukkuvellir 28-38 . Sameina lóðirnar í eina lóð og fjölga íbúðum úr 6 í 7. Hver íbúð verður 943,2cm á breidd, var 1100cm. Þannig að breidd byggingarreits verður eins og áður. Byggingin verður á einni hæð í stað tveggja. Bílgeymsla vestan við húsið, sambyggð (framan við hús) sjá meðfylgjandi skissur, unnar af Gísla Gunnarssyni dagsettar júlí 2014, samþykki nágranna barst einnig. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 15.10.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið með því skilyrði að mænishæð má mest vera 4,5 m yfir gólfkóta aðalhæðar og hámarkshæð útveggja er 2,8 m til samræmis við húsgerðir R3 í gildandi deiliskipulagi. Skipulags- og byggingarráð heimilar umsækjanda að vinna tillögu að deiliskipulagi á eigin kostnað í samræmi við 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 204010 → skrá.is
Hnitnúmer: 10085582