Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið með því skilyrði að mænishæð má mest vera 4,5 m yfir gólfkóta aðalhæðar og hámarkshæð útveggja er 2,8 m til samræmis við húsgerðir R3 í gildandi deiliskipulagi. Skipulags- og byggingarráð heimilar umsækjanda að vinna tillögu að deiliskipulagi á eigin kostnað í samræmi við 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010.