Borgarlína
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1803
11. apríl, 2018
Annað
Fyrirspurn
8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 3.apríl sl. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning að aðalskipulagsbreytingu vegna borgarlínu á fundi sínum þann 9. feb. s.l. Lögð fram til kynningar drög að breyttu aðalskipulagi. Jafnframt lögð fram lokafgreiðsla á breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins dags. 6. mars 2018.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir lokaafgreiðslu á breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins dags. 6. mars 2018 og vísar erindinu til bæjarstjórnar sbr. 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að vinna að breytingu á greinagerð Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 m.t.t. fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagsbreytingu.
Svar

Forseti ber upp tillögu að afgreiðslu málsins sem hljóðar svo:

"Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lokaafgreiðslu Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins á breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins dags. 6. mars 2018, sbr. bréf svæðisskipulagsstjóra, dags. 6. mars sl. Einnig staðfestir bæjarstjórn afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs um að skipulagsfulltrúa sé falið að vinna að breytingu á greinagerð með Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 með tilliti til framangreinds."

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

Er tillgan borin upp til atkvæða og samþykkt samhljóða.