Borgarlína
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1788
21. júní, 2017
Annað
Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 15.júní sl. Lagt fram minnisblað frá Páli Guðjónssyni framkvæmdastjóra SSH. Greinargerð frá Mannviti og leiðarvalkostir Borgarlínu fyrstu drög.
Helga Stefánsdóttir fostöðumaður framkvæmda- og rekstrardeildar mætti á fundinn.
Bæjarráð óskar eftir að umhverfis- og skipulagsþjónusta geri umsögn um fyrirliggjandi tillögu í samræmi við umræður á fundinum.
Svar

Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjáns svarar andsvari öðru sinni.

Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Andsvari öðru sinni svarar bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir.

Bókun bæjarstjórnar:
„Bæjarstjórn Hafnarfjarðar áréttar að við greiningu á legu Borgarlínunnar verði áhersla lögð á leiðir og lausnir sem gefa sem stystan ferðatíma og sett í forgang að tengja bæinn með skilvirkum hætti í samræmi við þarfir bæjarbúa.“

Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.