Borgarlína
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 614
24. janúar, 2017
Annað
Fyrirspurn
Eyjólfur Árni Rafnsson verkefnisstjóri hjá SSH mætti til fundarins og kynnti vinnu varðandi borgarlínu.
Svar

Til upplýsinga og umræðu.

Skipulags og byggingarráð fagnar því að borgarlínan sé komin í fastar skorður með ráðningu verkefnsstjóra og að áfram sé unnið markvisst og faglega með þá vinnu sem byrjaði með tilkomu nýss svæðisskipulags. Hafnarfjarðarbær vill styðja þessa vinnu í hvívetna m.t.t. skipulagmála og ákvarðana í manngerðu umhverfi svo að þetta verði framkvæmt sem fyrst.
Ráðið telur að með umbyltingu í samgöngumálum okkar hér á höfðuborgarsvæðinu sé verið að hugsa heildstætt og á ábyrgðafullan hátt þannig að hagur íbúa, umhverfisþættir og ábyrgðafull fjármálastjórnun af hálfu hins opinbera sé fylgt eftir af festu og ábyrgð.