Borgarlína
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3451
17. nóvember, 2016
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá SSH: Tillaga að samkomulagi aðildarsveitarfélaga SSH um undirbúning að innleiðingu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu (Borgarlínan).
Á fundinn komu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu og Eyjólfur Rafnsson verkefnastjóri hjá SSH.
Svar

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag um undirbúning að innleiðingu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu og beinir því til skipulags-og byggingaráðs að setja vinnu við greiningu á legu borgarlínunnar í Hafnarfirði í forgang.