Fyrirspurn
1. tölul. á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 25. september sl.
Svæðisskipulagsnefnd leggur fram með bréfi dags. 15.09.2017 ásamt fylgiskjölum, breytingartillögu svæðisskipulagsins vegna Borgarlínu.
Erindið var upphaflega tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 19. september sl. en afgreiðslu þess þá frestað.
Í erindi svæðisskipulagsstjóra kemur eftirfarandi fram:
„Á grunni samkomulags sveitarfélaga um undirbúning að innleiðingu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu dags. 2. desember 2016 hefur verið unnin tillaga að breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 vegna Borgarlínu.
Vinnslutillögur svæðis- og aðalskipulags voru kynntar frá 29. maí til og með 21. júní 2017. Alls bárust athugasemdir og/eða ábendingar frá 33 aðilum og þar af 12 lögbundnum umsagnaraðilum. Tillaga að breytingu á svæðisskipulagi hefur tekið nokkrum breytingum frá forkynningu. Tillagan byggir á greiningarvinnu COWI eins og hún birtist í lokaskýrslu dags. september 2017.
Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins fjallaði um lokaskýrslu COWI og tillögu að breytingu á svæðisskipulaginu sínum þann 8. september 2017. Eftirfarandi var bókað:
Með tilvísan í 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga samþykkir svæðisskipulagsnefnd að leggja til við aðildarsveitarfélögin að samþykkja að auglýsa tillöguna eftir athugun Skipulagsstofnunar.
Eins og fram kemur í samkomulagi sveitarfélaganna þá er ætlunin að ljúka skipulagsvinnu á árinu 2017."
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 19. september sl. gerði Hrafnkell Proppé svæðisskipulagsstjóri grein fyrir breytingartillögunni og ferli hennar fram til þessa. Á þeim fundi kom í ljós að ónákvæmni gætir í ofangreindri bókun svæðisskipulagsnefndar frá 8. september sl. og var afgreiðslu erindisins þess vegna frestað. Að virtu framangreindu tekur skipulags- og byggingarráð því bókun svæðisskipulagsnefndar hér upp og leiðréttir til samræmis við ákvæði VI. kafla skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi breytingartillögu á svæðisskipulagi í samræmi við 3.mgr. 23.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.