Borgarlína
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 618
21. mars, 2017
Annað
Fyrirspurn
Kynning á borgarlínuverkefninu. Sameiginlega með umhverfis- og framkvæmdaráði. Fulltrúar starfshóps SSH Hrafkell Proppé, Lilja Karlsdóttir og Eyjólfur Árni Rafnsson mættu til fundarins og kynntu stöðu verkefnisins.
Svar

Skipulag og byggingarráð fagnar þeim farvegi sem Borgarlínan er komin í. Með þessum skrefum er verið að brjóta blað í umhverfislegum, efnahaglegum og samfélagslegum gæðum fyrir höfðuborgarsvæðið allt. Til að fylgja málinu eftir af festu samþykkir skipulags- og byggingarráð að Hafnarfjarðarbær ráði utanaðkomandi aðila til að taka verkefnið á næsta stig sem er greining umferðar og framtíðarlegu Borgarlínu í gegnum Hafnarfjörð. Horft verði til þeirra ferla sem nú þegar eru komnir af stað í nærliggjandi sveitafélögum.