Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók til máls, þá Gunnar Axel Axelsson, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.
Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.
Rósa Guðbjartsdóttir tók þá til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók síðan til máls, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari,
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 7 atkvæðum fyrirliggjandi endurskoðaðar tillögur að gjaldskrárbreytingum sem fram koma í fylgiskjali, merktu BÆST 1736 - 5.01, og verða gjaldskrár Hafnarfjarðarbæjar uppfærðar í samræmi við það.
Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.