Gjaldskrár 2015
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1736
10. desember, 2014
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð BÆJH frá 4.des. sl. Lagðar fram tillögur að gjaldskrárbreytingum.
Jafnframt lögð fram eftirfarandi tillaga: Lagt er til að fallið verði frá áformum um hækkun dvalar- og fæðisgjalda í leikskólum sem og hækkun gjalds í heilsdagsskólum.
Frá því drög að fjárhagsáætlun ársins 2015 voru kynnt á fundi bæjarráðs 27. nóvember sl. hefur heildstæð yfirferð á öllum rekstrarþáttum fagsviða bæjarins leitt til þess að hægt verður að draga úr áður áætluðum útgjöldum, sem nemur um 200 milljónum króna á komandi fjárhagsári. Vegna þessarar breytingar er lagt til að fallið verði frá áður kynntum tillögum um verðlagstengdar hækkanir á dvalar- og fæðisgjöldum í leikskólum sem og gjaldskrá í heilsdagsskólum. Þannig er unnt að forgangsraða í þágu barnafjölskyldna, í samræmi við stefnu meirihlutans um fjölskylduvænar áherslur. Bæjarráð vísar fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám og framkominni breytingartillögu til bæjarstjórnar.
Svar

Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók til máls, þá Gunnar Axel Axelsson, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.

Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.

Rósa Guðbjartsdóttir tók þá til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók síðan til máls, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari,

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 7 atkvæðum fyrirliggjandi endurskoðaðar tillögur að gjaldskrárbreytingum sem fram koma í fylgiskjali, merktu BÆST 1736 - 5.01, og verða gjaldskrár Hafnarfjarðarbæjar uppfærðar í samræmi við það.

Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.