Gjaldskrár 2015
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3395
4. desember, 2014
Annað
Fyrirspurn
Lagðar fram tillögur að gjaldskrárbreytingum.
Jafnframt lögð fram eftirfarandi tillaga: Lagt er til að fallið verði frá áformum um hækkun dvalar- og fæðisgjalda í leikskólum sem og hækkun gjalds í heilsdagsskólum. Frá því drög að fjárhagsáætlun ársins 2015 voru kynnt á fundi bæjarráðs 27. nóvember sl. hefur heildstæð yfirferð á öllum rekstrarþáttum fagsviða bæjarins leitt til þess að hægt verður að draga úr áður áætluðum útgjöldum, sem nemur um 200 milljónum króna á komandi fjárhagsári. Vegna þessarar breytingar er lagt til að fallið verði frá áður kynntum tillögum um verðlagstengdar hækkanir á dvalar- og fæðisgjöldum í leikskólum sem og gjaldskrá í heilsdagsskólum. Þannig er unnt að forgangsraða í þágu barnafjölskyldna, í samræmi við stefnu meirihlutans um fjölskylduvænar áherslur.
Svar

Bæjarráð vísar fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám og framkominni breytingartillögu til bæjarstjórnar.