Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi viðbótartillögu:
"Bæjarstjórn samþykkir að upphæðin, eða um 300 milljónir króna, verði notuð til að greiða niður höfuðstól langtímalána hjá sveitarfélaginu.
Fjármálastjóra og bæjarstjóra verði falið að skoða hvernig þessi fjárhæð nýtist best með tilliti til vaxtakostnaðar og uppgreiðslugjalda sem eru mismunandi á lánaskuldbindingum sveitarfélagsins og gera tillögu til bæjarráðs um ráðstöfum fjárhæðarinnar."
Gunnar Axel Axelsson tók þá til máls, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.
Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók síðan til máls, þá Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kom að andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.
Helga Ingólfsdóttir tók þessu næst til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Þá Guðlaug Kristjánsdóttir og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir svaraði andsvari, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Adda María Jóhannsdóttir kom einnig að andsvari við ræðu Guðlaugar Kristjánsdóttur.
Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.
Gert var stutt fundarhlé.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með framkominni viðbótartillögu með 11 samhljóða atkvæðum.