Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram
tilnefningu um Skarphéðinn Orra Björnsson sem fulltrúa í stjórn og Einar Birki Einarsson sem varamann.
Jafnframt að bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson verði fulltrúi bæjarins á fyrirhuguðum hluthafafundi.
Gunnar Axel Axelson tók þá til máls, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom einnig að andsvari við ræðu Gunnars Axel Axelssonar og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.
Rósa Guðbjartsdóttir síðan aftur til máls.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tilnefningar með 7 atkvæðum, 4 bæjarfulltrúar sátu hjá.