Fjárhagsupplýsingar, aðgengi, tillaga SV10, tillaga úr bæjarstjórn 10.des. sl.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3397
15. janúar, 2015
Annað
Fyrirspurn
Tillaga úr bæjarstjórn 10.desember sl. Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að að gert verði ráð fyrir svigrúmi í fjárhagsáætlun til þess að vinna áfram að því að auka aðgengi bæjarbúa að mikilvægum fjárhagsupplýsingum og framsetningu þeirra. Þannig verði haldið áfram á þeirri braut sem lagt var upp með á síðasta kjörtímabili og miðar að því að tryggja að Hafnarfjarðarbær verði áfram í fararbroddi í að auka aðgengi almennings að upplýsingum og á sviði lýðræðisumbóta almennt. Gert verði ráð fyrir sérstakri 1,5 milljón króna fjárveitingu til verkefnisins á næsta ári.
Svar

Bæjarstjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem er í gangi varðandi upplýsingar um fjármál sveitarfélagsins og birtar verða mánaðarlega á vef bæjarins.



Bæjarráð samþykkir að áfram verði unnið að því að auka aðgengi bæjarbúa að mikilvægum fjárhagsupplýsingum og framsetningu þeirra. Þannig verði haldið áfram á þeirri braut sem lagt var upp með á síðasta kjörtímabili og miðar að því að tryggja að Hafnarfjarðarbær verði áfram í fararbroddi í að auka aðgengi almennings að upplýsingum og á sviði lýðræðisumbóta almennt. Einnig verði unnið að því að opna bókhald bæjarins enn frekar en nú er. Bæjarstjóra falið að koma fram með áætlun um framkvæmd og kostnað við verkefnið.

Fulltrúar Samfylkingar og VG óska bókað:
Breytingartillagan var lögð fram í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn vegna rekstrarársins 2015. Í stað þess að taka afstöðu til framkominnar tillögu lögðu fulltrúar meirihlutans til að vísa tillögunni til bæjarráðs.

Mánaðarleg birting fjárhagsupplýsinga hófst í ársbyrjun 2014. Í upphaflegu tillögunni felst að stíga enn frekari og stærri skref í átt til opins bókhalds og greiðara aðgengis almennings að mikilvægum upplýsingum.

Fulltrúar minnihlutans lýsa ánægju sinni með að tekist hafi samstaða um samþykkt tillögunnar.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar óska bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar fagna því að sátt hafi náðst um breytingartillögu þannig að þetta mikilvæga verkefni, sem meðal annars er kveðið á um í málefnasamningi meirihlutans, komist í farveg sem fyrst.
Tillögunni var vísað úr umræðu í bæjarstjórn til bæjarráðs í þeim tilgangi að fá svigrúm til umræðu um innihald hennar og nánari útfærslu. Hún fellur vel að þeirri vinnu sem fylgt var úr hlaði í bæjarstjórn 3. september sl. og bæjarstjóri hefur greint frekar frá á þessum fundi bæjarráðs".