Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska eftir upplýsingum um afdrif eftirfarandi tillögu sem lögð var fram í bæjarstjórn þann 10. desember 2014.
Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að 2 milljón króna fjárveiting verði samþykkt til að standa undir kostnaði við verkefnið Lýðræðisvika í október, sem hófst á síðasta kjörtímabili og á sér fyrirmynd í hinni samevrópsku lýðræðisviku sveitarfélaga innan Evrópuráðsins. Sérstök áhersla verði á fræðslu um lýðræðismál í leik- og grunnskólum og áhugasömum starfsmönnum leik- og grunnskóla verði gert kleift að kynna sér sambærileg verkefni og fyrirmyndir í öðrum löndum. Markmiðið er að hvetja til lýðræðislegrar umræðu á öllum skólastigum og virkja þannig þátttöku ungs fólks í mótun bæjarins.
Tillögunni var vísað til umfjöllunar í bæjarráði þar sem hún var samþykkt 15. janúar 2015.