Lýðræðisvika, tillaga úr bæjarstjórn 10.desember sl.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3397
15. janúar, 2015
Annað
Fyrirspurn
Tillaga úr bæjarstjórn 10.desember sl. Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að 2 milljón króna fjárveiting verði samþykkt til að standa undir kostnaði við verkefnið Lýðræðisvika í október, sem hófst á síðasta kjörtímabili og á sér fyrirmynd í hinni samevrópsku lýðræðisviku sveitarfélaga innan Evrópuráðsins. Sérstök áhersla verði á fræðslu um lýðræðismál í leik- og grunnskólum og áhugasömum starfsmönnum leik- og grunnskóla verði gert kleift að kynna sér sambærileg verkefni og fyrirmyndir í öðrum löndum. Markmiðið er að hvetja til lýðræðislegrar umræðu á öllum skólastigum og virkja þannig þátttöku ungs fólks í mótun bæjarins.
Svar

Tillagan er samþykkt og bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu og leggja drög að umsókn um aðild að ELDW (European local democracy Week) og gera áætlun um framkvæmd og kostnað með fyrirvara um fjármögnun.