Betri Hafnarfjörður og íbúakosningar, tillaga SV12, Tillaga úr bæjastjórn 10.des. sl.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3397
15. janúar, 2015
Annað
Fyrirspurn
Tillaga úr bæjarstjórn 10.desember sl. Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að gert verði ráð fyrir fjármagni á næsta ári til að standa undir kostnaði við áframhaldandi þróun verkefnisins Betri Hafnarfjörður og hagnýtingu nýjustu lausna í upplýsingatækni og aðferða við framkvæmd íbúakosninga. Markmiðið er að auka beina þátttöku íbúa og gefa þeim kost á að hafa áhrif á fleiri sviðum. Gert verði ráð fyrir að verja 2 m.kr á næsta ári til þróunar verkefnisins.
Svar

Bæjarráð óskar eftir að upplýsingafulltrúi og vefstjóri komi á næsta fund bæjarráðs og geri grein fyrir stöðu verkefnisins Betri Hafnarfjörður og möguleika á frekari þróun verkefnisins, framkvæmd og fjármögnun.