Tillaga SV17 vísað til ráðsins af bæjarstjórn 10.des. 2014.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 362
13. janúar, 2015
Annað
‹ 19
20
Fyrirspurn
Tillaga úr bæjarstjórn 10.desember sl. Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að haldið verði áfram með fyrirhugaða uppbyggingu í Skarðshlíð og á Völlum, sem m.a. felur í sér byggingu leik- og grunnskóla, hjúkrunarheimili, heilsugæslu og lagningu Ásvallabrautar. Í þeirri uppbyggingu felast gríðarleg tækifæri til sóknar á þessu nýjasta íbúasvæði bæjarins til þess að mæta þeirri uppsöfnuðu þörf sem hefur skapast á undanförnum árum fyrir byggingu nýs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Það er þó ekki síður mikilvægt í því samhengi að standa við þau fyrirheit sem íbúar á Völlum hafa mátt gera ráð fyrir samkvæmt gildandi skipulagi um uppbyggingu samfélagslega mikilvægra innviða og grunnþjónustu.
Svar

Meirihluti skipulags- og byggingarráðs bendir á samhljóma samþykkt ráðsins um endurskipulag Skarðshlíðar sem nú er í ferli, að hönnun Ásvallabrautar er lokið og væntanlega verður fyrsti áfangi boðin út á vormánuðum og að málefni hjúkrunarheimilis er nú statt hjá fjölskylduráði.