Strandgata 31-33 breyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 550
25. febrúar, 2015
Annað
‹ 21
22
Fyrirspurn
Lagt fram bréf Hildar Sólveigar Pétursdóttur hrl þar sem gerð er krafa um að byggingarleyfi verði synjað vegna ógildanlegrar stjórnvaldsákvörðunar.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi synjar erindinu. Byggingaráform hafa verið samþykkt skv. 11. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar liðir 2-5 í 13. grein sömu laga hafa verið uppfyllt. Liður 1 hefur verið uppfylltur þar sem erindið er í samræmi við staðfest deiliskipulag. Það að deiliskipulagið er í kæruferli seinkar ekki eða fellir úr gildi þá stjórnvaldsákvörðun sem kærð er.