30.1. 1501927 - Þjónusta sveitarfélaga, Hafnarfjörður, könnun Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi, mætti til fundarins og fór yfir þátt menningarmála og fleira í könnuninni. Ekki var spurt um ferðamál. Fundarmenn þakka fyrir kynninguna. 30.2. 0704069 - Menningarstefna Hafnarfjarðarbæjar. Endurskoðun stefnu. Forstöðumenn menningarstofnana bæjarins mættu til fundarins og fóru yfir málið með nefndinni. Ákveðið að halda opinn fund með bæjarbúum og stofna opinn vettvang til skoðanaskipta. 30.3. 15011054 - Safnanótt og sundlauganótt á Vetrarhátíð 2015 Menningar- og ferðamálafulltrúi fór yfir dagskrá safnanætur í Hafnarfirði sem er partur af Vetrarhátíð í Reykjavík og nágrenni og greindi frá því að í ár tekur Ásvallalaug einnig þátt í sundlauganótt hátíðarinnar. Safnanótt verður haldin 6. febrúar og sundlauganótt 7. febrúar. Dagskrá kynnt. 30.4. 1009320 - Gaflaraleikhúsið. Greint frá því að mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu leiklistarráðs að veita samstarfssamningi Gaflaraleikhús styrk að upphæð 20 milljónir til tveggja ára, þ.e. 10 milljónir 2015 og 10 milljónir 2016. Samningurinn er gerður á grunni samstarfssamnings leikhússins við Hafnarfjarðarbæ um 20 milljóna kr. árlegt framlag á árunum 2014-2016. Nefndin fagnar niðurstöðu leiklistarráðs og óskar Gaflaraleikhúsinu til hamingju.