Einar Birkir Einarsson kvaddi sér hljóðs vegna nokkurra mála í fundargerð fræðsluráðs frá 9. september sl. 10. liðar Hagir og líðan nemenda, 11. liðar Tómstundastarf barna í öðrum sveitarfélögum og 13. liðar Frístundaheimili, starfsemi og rekstur.
Adda María Jóhannsdótti kom að andsvari.
Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri kvaddi sér hljóðs vegna 16. liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 9. september sl., Brekkuhvammur við Hlíðarhvamm, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari, Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri svaraði andsvari.
Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri tók aftur til máls, þá Gunnar Axel Axelsson vegna sama máls, Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.
Adda María Jóhannsdóttir tók einnig til máls vegna sama máls, þá Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari við ræðu Haralds L. Haraldsson bæjarstjóri, þá tók Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri til máls aftur.
Þá tók Gunnar Axel Axelsson einnig til máls vegna sama liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 9. september sl., Einar Birkir Einarsson kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.
Guðlaug Kristjánsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna nokkurra mála í fundargerð fjöslskylduráðs frá 11. september sl., s.s. liða 5, 6 og 7. 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir tók við stjórn fundarins á meðan.