Adda María Jóhannsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna 7. liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 12. janúar sl., Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2015.
Guðlaug Kristjánsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna fundargerða fjölskylduráðs og bæjarráðs, liða sem fjalla um tillögur sem vísað var úr bæjarstjórn 10. des. 2014 og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan.
Gunnar Axel Axelsson tók einnig til máls vegna sömu liða. Jafnframt vegna fundargerðar fræðsluráðs frá 12. janúar, 7. liðar, Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustunnar 2015.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.