Einar Birkir Einarsson kvaddi sér hljóðs vegna 2. liðar fundargerðar fjölskylduráðs frá 22. maí sl., Ferðaþjónusta fatlaðs fólks, þá tók Gunnar Axel Axelssonar til máls vegna sama máls.
Guðlaug Kristjánsdóttir tók einnig til máls vegna sama máls og tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir við stjórn fundarins á meðan,Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við ræðu Guðlaugar Kristjánsdóttur, Guðlaug Kristjánsdóttir svaraði andsvari.
Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.
Einar Birkir Einarsson tók til máls öðru sinni og vegna sama máls, Gunnar Axel Axelsson tók einnig til máls öðru sinni vegna sama máls.
Guðlaug Kristjánsdóttir tók þá til máls öðru sinni vegna sama máls og tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir svaraði andsvari.
Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.
Kristín María Thoroddsen tók þá til máls einnig vegna sama máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Kristín María Thoroddsen svaraði andsvari.
Helga Ingólfsdóttir tók einnig til máls vegna sama máls.
Adda María Jóhannsdóttir kvaddi sér hljóð vegna 3. liðar fundargerðar bæjarráðs frá 21. maí sl., Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn, bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kom að andsvari, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari, Gunnar Axel Axelsson kom einnig að andsvari við ræðu Öddu Maríu Jóhannsdóttur, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari. Guðlaug Kristjánsdóttir kom einnig að andsvari við ræðu Öddu Maríu Jóhannsdóttur og tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari.
Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.