Fundargerðir 2015, til kynningar í bæjarstjórn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1742
18. mars, 2015
Annað
‹ 5
6
Fyrirspurn
Fundargerð fræðsluráðs frá 9.mars sl. Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 11.mars sl. a. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 28.jan. sl. b. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 4.mars sl. Fundargerð bæjarráðs frá 12.mars sl. a. Fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 5.febr.sl. b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 27.febr. sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 10.mars sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 13.mars sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 2.mars sl.
Svar

Rósa Guðbjartsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna 6. liðar fundargerðar bæjarráðs frá 12.mars sl., Skattframtal sveitarfélagsins 2010, fjármagnstekjuskattur, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom einnig að andsvari.

Ólafur Ingi Tómasson tók einnig til máls vegna sama liðar fundargerðar bæjarráðs frá 12. marssl., Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari, Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari, Gunnar Axel Axelsson kom einnig að andsvari við upphaflegri ræðu Ólafs Inga Tómassonar, Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari.

Gunnar Axel Axelsson tók þessu næstu til máls vegna sama liðar, þá Helga Ingólfsdóttir og lagði fram eftirfarandi spurningar til bæjarstjóra:
"Spurningar til bæjarstjóra:
Í fundargerð bæjarráðs frá 12. Mars 2015, liður 6 var lagður fram dómur hæstaréttar varðandi skattlagningu hagnaðar af sölu hlutabréfa í HS Orku.
Ennfremur er þar lagt fram minnisblað fjármálastjóra.

Undirrituð spurði ítrekað um þetta mál á síðasta kjörtímabili en nú þegar það er til lykta leitt í hæstarétti er mikilvægt að skoða hver áfallinn kostnaður bæjarins er af þeirri ákvörðun að greiða ekki fjármagnstekjuskattinn á þegar hann féll til.

Því óskast svör við eftirtöldum spurningum?

Hver er útlagður kostnaður bæjarins við málsókn á báðum dómsstigum.
Hver er áætlaður fjöldi vinnustunda starfsmanna vegna málsóknar.
Hver er áfallinn vaxtakostnaður vegna þess að greiðsla umrædds fjármagnstekjuskatts var ekki ynnt af hendi þegar hann féll til.
Hve mörg fordæmi eru fyrir samskonar málssókn að hálfu sveitarfélaga þar sem óskað er eftir niðurfellingu á fjármagnstekjuskatti.
Hvaða áhrif hefur dómurinn á aðlögunaráætlun sem unnið hefur verið eftir með samkomulagi við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.

Óskað er eftir því að svör verði lögð fram á næsta bæjarstjórnarfundi.

Adda María Jóhannsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna 1. liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 9. mars sl., Hvatning til að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni.

Gunnar Axel Axelsson kvaddi sér einnig hljóðs vegna sama liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 9. mars sl., Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Einar Birki Einarsson kom einnig að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kom einnig að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdótir kom sömuleiðis að andsvari við upphaflegri ræðu Gunnars Axels Axelssonar og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.
Forseti Guðlaug Kristjánsdótir tók við stjórn fundarins að nýju.

Rósa Guðbjatsdóttir tók þá til máls vegna sama liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 9. mars sl., Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari, Einar Birki Einarsson kom einnig að andsari við upphaflegri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur, Adda María Jóhannsdóttir kom sömuleiðis að andsvari við ræðu Rósu Guðbjartsdóttur, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari.

Guðrún Ágústa Guðmundsdótir tók einnig til máls vegna sama liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 9. mars sl., Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari, bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kom einnig að andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.
Þá kom Guðlaug Kristjánsdóttir að andsvari við ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur og tók 2. varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.

Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók þá einnig til máls vegna sama liðar fundagerðar fræðsluráðs frá 9. mars sl., Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.

Adda María Jóhannsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna 4. liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 9. mars sl., Grunnskóli, stofnun nýs skóla, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari, Kristinn Andersen kom einnig að andsvari, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir bar af sér ámæli.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna fundarskapa.

Gert var stutt fundarhlé.

Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson vék af fundi.

Rósa Guðbjartsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:
"Hæstiréttur hefur nú kveðið upp þann dóm að Hafnarfjarðarbæ ber að greiða fjármagnstekjuskatt vegna sölu á hlutabréfum í HS Orku miðað við 15% skattþrep en ekki 10% eins og hafði gert ráð fyrir í fyrri fjárhagsáætlunum bæjarsjóðs. Vegna þessa verður rekstrarafkoma ársins 2014 um 330 milljónum króna lakari en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2014, þar sem áður var einungis bókfærður fjármagnstekjuskattur miðað við að greiddur yrði 10% skattur af söluhagnaðinum. Þessi staðreynd og munur hér á upphæðum fellur því nú á bæjarsjóð eins og að ofan er lýst og gerir rekstrarafkomu ársins 2014 og þar með fjárhagsstöðu sveitarfélagsins umtalsvert verri en útlit var fyrir."

Gunnar Axel Axelsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:
"Það kemur ekki á óvart að meirihlutinn skuli nota hér tækifærið til að reyna að draga upp neikvæða mynd af fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar. Það hefur meirihlutinn augljóslega einsett sér allt frá fyrsta degi í þeim tilgangi að réttlæta niðurskurð í þjónustuþáttum sem ekki falla að pólitískum áherslum flokkanna tveggja. Hið rétta er sem fram kemur í minnisblaði fjármálastjóra að umrædd skuld vegna greiðslu fjármagnstekjuskatts af hagnaði af sölu hlutabréfa í HS orku hefur þegar verið greidd og hefur dómurinn því ekki áhrif á sjóðsstreymi ársins 2015. Dómur í Hæstarétti féll 5. mars sl. og því liggur ekki endanlega fyrir hvort hann muni hafa áhrif á rekstrarniðurstöðu árins 2014 eða hvort áhrif hans verða færð inn á árinu 2015. Meirihlutinn hefur hins vegar lagt mikið kapp á að teikna upp þá mynd að fjárhagsáætlun vegna ársins 2014 gangi ekki eftir og það gefi tilefni til sérstakra aðgerða, niðurskurðar í þjónustu og rekstri. Eðlilegt er að bíða efir ársreiknings áður en slíkar fullyrðingar eru settar fram líkt og gert er hér í bókun meirihlutans."