Fundargerðir 2015, til kynningar í bæjarstjórn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1739
4. febrúar, 2015
Annað
Fyrirspurn
Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 27.jan.sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 30.jan.sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundarnefndar frá 21.jan. sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 26.jan.sl. Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 28.jan. sl. Fundargerð bæjarráðs frá 29.jan.sl. a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 14.jan. sl. b. Fundargerðir menningar- og ferðamálanefndar frá 14. og 21.jan. sl. c. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 12.jan. sl. d. Fundargerð stjórnar SORPU bs.frá 9.jan. sl e. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 23.jan. sl.
Svar

Helga Ingólfsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna 3. liðar fundargerðar fjölskylduráðs frá 30. janúar sl. Hjúkrunarheimili Hádegisskarði 1, undirbúningur, þá Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir vegna sama liðar, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.

Adda María Jóhannsdóttir tók einnig til máls vegna sama líðar, þá Guðlaug Kristjánsdóttir og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari við ræðu Guðlaugar Kristjánsdóttur, Guðlaug Kristjánsdóttir svaraði andsvari og tók síðan við stjórn fundarins að nýju.

Helga Ingólfsdóttir tók til máls öðru sinni vegna sama máls, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari.

Friðþjófur Helgi Karlsson tók einnig til máls vegna sama máls, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari.

Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók síðan til máls vegna sama máls, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari, bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson svaraði andsvari.

Guðlaug Kristjánsdóttir tók þessu næst til máls vegna sama liðar og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Friðþjófur Helgi Karlsson kom að andsvari. Guðlaug Kristjánsdóttir tók síðan við stjórn fundarins að nýju.

Ólafur Ingi Tómasson tók einnig til máls vegna sama liðar, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom andsvari, Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari.

Kristín María Thoroddsen tók þá einnig til máls vegna sama liðar.

Adda María Thoroddsen kvaddi sér hljóðs vegna 4. liðar fundargerðar skipulags- og byggingarráðs frá 27. janúar sl., Bjarkavellir 3, leikskóli, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari.

Friðþjófur Helgi Karlsson kvaddi sér hljóðs vegna 2. liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 26.1. sl. Grunnskóli, stofnun nýs skóla, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók við stjórn fundarins á meðan, Friðþjófur Helgi Karlsson svaraði andsvari.

Guðalaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.

Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu Friðþjófs Helga Karlssonar, Friðþjófur Helgi Karlsson svaraði andsvari.

Rósa Guðbjartsdóttir tók þá til máls vegna sama máls,
Friðþjófur Helgi Karlson kom að andsvari.

Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.