Fundargerðir 2015, til kynningar í bæjarstjórn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1741
4. mars, 2015
Annað
‹ 2
3
Fyrirspurn
Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 25.febr. sl. a. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 13.og 16.febr. sl. Fundargerð bæjarráðs frá 26.febr. sl. a.Fundargerð hafnarstjórnar frá 17.febr.sl. b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 17.febr. sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 24.febr. sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 27.febr. sl. a.Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 17.febr. sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 23.febr. sl.
Svar

Unnur Lára Bryde kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar menningar- og ferðamálanefndar frá 17. febrúar sl. 4. liðar Skemmtilegar merkingar og 1. liðar Hönnun í Hafnarfirði 12. - 15. mars.

Einar Birkir Einarsson kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar stjórnar Strætó bs. frá 13. febrúar sl. 3. liðar Gjaldskrá.
Gunnar Axel Axelsson tók einnig til máls vegna sama máls, þá Helga Ingólfsdóttir vegna sama máls. Einar Birkir Einarsson kom að andsvari við ræðu Helgu Ingólfsdóttur.

Adda María Jóhannsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar fræðsluráðs frá 23. febrúar sl. 4. liðar Framtíðarsýn fræðsluráð um inntökualdur barna í leikskóla, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari.

Guðlaug Kristjánsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar fjölskylduráðs frá 27. febrúar sl. 3. liðar Ferðþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu og 2. liðar Börn innflytjenda, íþróttir og tómstundir.
Tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók við stjórn fundarins á meðan. Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari sem Guðlaug Kristjánsdóttir svaraði.

Gunnar Axel Axelsson tók einnig til máls vegna 2. liðar Börn innflytjenda, íþróttir og tómstundir í fundargerð fjölskylduráðs frá 27. febrúar sl. Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari og tók síðan við stjórn fundarins að nýju.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók þá til máls einnig vegna 2. liðar Börn innflytjenda, íþróttir og tómstundir í fundargerð fjölskylduráðs frá 27. febrúar sl. Jafnframt vegna 1. liðar fundargerðar umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 25. febrúar sl. 1. liðar Thorsplan, útfærsla og 2. liðar fundargerðar hafnarstjórnar frá 17. febrúar sl., Hafnarmál við Faxaflóa.
Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari, Unnur Lára Bryde kom einnig að andsvari við ræðu Guðrúnr Ágústu Guðmundsdóttur.

Einar Birkir Einarsson kvaddi sér þá hljóðs vegna fundargerðar fræðsluráðs frá 23. febrúar sl. 2. liðar, Hvatning til að efla menntunarstig starfsmanna leikskóla.

Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.