Fundargerðir 2015, til kynningar í bæjarstjórn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1740
18. febrúar, 2015
Annað
‹ 3
4
Fyrirspurn
Fundargerðir bæjarráðs frá 5.og 12.febr. sl. a.Fundargerðir hafnarstjórnar frá 2.og 4.febr.sl. b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 2.febr. sl. c. Fundargerðir menningar- og ferðamálanefndar frá 29.jan. og 4.febr. sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 10.febr. sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 13.febr. sl. a.Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 2.febr. sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 9.febr. sl. Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 11.febr. sl. a.Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 6.febr. sl. b. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 16. og 23.jan. sl. c. Fundargerð orkusveitarfélaga frá 12.jan. sl.
Svar

Adda María Jóhannsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna 4. liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 9.2., Framtíðarsýn fræðsluráðs um inntökualdur barna á leikskóla.

Gunnar Axel Axelsson kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar bæjarráðs frá 12.2. fyrirspurnir sem fram koma í 15., 16., 17. og 18. liðum sem og 20. liðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar.

Kristinn Andersen kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar bæjarráðs frá 12.2. 20. liðar, Markaðsstofa Hafnarfjarðar.

Adda María Jóhannsdóttir kvaddi sér einnig hljóðs vegna 2. liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 9.2., Áslandsskóli húsnæðis- og lóðamál.
Rósa Guðbjartsdóttir tók einnig til máls vegna sama máls, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom einnig að andsvari.

Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók sömuleiðis til máls vegna þessa máls, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari, bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson svaraði andsvari, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari öðru sinni.

Gunnar Axel Axelsson kvaddi sér hljóðs vegna 28.liðar fundargerðar bæjarráðs 12.2., fundargerð hafnarstjórnar frá 2.2.

Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók einnig til máls vegna sama máls.

Guðlaug Kristjánsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna 1. liðar fundargerð fjölskylduráðs frá 13.2., Aldraðir, málefni og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan og tók Guðlaug Kristjánsdóttir tók síðan við stjórn fundarins að nýju.

Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók til máls að nýju vegna áðurnefndar fundargerðar hafnarstjórnar.

Adda María Jóhannsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:
"Fulltrúar Samfylkingar og VG gagnrýna vinnubrögð meirihluta Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks í málefnum Áslandsskóla. Við hörmum að ekki hafi verið haft samráð við skólasamfélagið í aðdraganda þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á húsnæðismálum skólans eins og grunnskólalög kveða þó skýrt á um. Við ítrekum einnig fyrri bókanir okkar varðandi eignarhald á skólahúsnæðinu og mikilvægi þess að finna lausnir fyrir skólann til framtíðar.

Þá gagnrýna fulltrúar Samfylkingar og VG harðlega þá aðför sem fram kemur í fréttatilkynningu á vef bæjarins og beinist gegn fyrri meirihluta og fyrrverandi formanni fræðsluráðs. Það hlýtur að teljast í hæsta máta óeðlilegt að heimasíðu bæjarins sé beitt með slíkum hætti á pólitískum vettvangi."