Flensborgarhöfn starfshópur 2014-2015
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 660
23. október, 2018
Samþykkt
Fyrirspurn
Á fundi Hafnarstjórnar þann 17 okt. s.l. var samþykkt að fella úr gildi samþykkt hafnarstjórnar frá 18 feb. 2016 varðandi „Flensborgarhöfn skipulagslýsing“. Hafnarstjórn leggur jafnframt til við skipulags- og byggingarráð og bæjarstjórn að fella samþykktir sínar um skipulagslýsingu Flensborgarhafnar úr gildi. Hafnarstjórn ákvað að efna til hugmyndasamkeppni á grunni keppnislýsingar sem samþykkt var í hafnarstjórn þann 10. janúar 2018. Góð þátttaka var í hugmyndasamkeppninni eða alls 14 tillögur bárust. Tvær arkitektastofur skiptu með sér 1. og 2. sæti og standa nú samningaviðræður við þær um áframhaldandi vinnu við gerð rammaskipulags. Hafnarstjórn lítur svo á að hugmyndir sem ofangreindar arkitektastofur vinna eftir hvað varðar skipulag um Flensborgarhöfn og Óseyrasvæði sé stefnumótandi og geti í einhverjum tilfellum skarast á við samþykkt hafnarstjórnar þann 18. febrúar 2016.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að fella samþykkt sína um skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 9. febrúar 2016 úr gildi.

Fulltrúi Samfylkingarinnar mótmælir því harðlega að skipulagslýsing Flensborgarhafnar sem samþykkt var í bæjarstjórn 13. apríl, 2016 verði felld úr gildi. Þverpólitísk samstaða ríkti um skipulagslýsinguna sem lögð var í mikill kostnaður og vinna sem var í nánu samstarfi við íbúa, rekstraraðila, lóðarhafa ofl. með opnum vinnustofum, fundum og ásamt því að bæjarbúum gafst kostur á að koma að athugasemdum. Í lýsingunni er lögð áhersla á lágreista byggð sem falli vel að aðliggjandi byggð og góða blöndun starfsemi og þjónustu sem dregur að mannlíf. Engin rök hafa komið fram þess efnis að skipulagslýsingin skarist á við fyrirhugaða vinnu við gerð rammaskipulags. Því til staðfestingar er bent á að í mögulegri tímaáætlun lýsingarinnar er gert ráð fyrir samkeppni eða vali á hönnuði eins gert var fyrr á þessu ári. Með því að fella úr gildi núgildandi skipulagslýsingu er gert að engu það samráð sem haft var við íbúa og aðra hagsmunaðila og þannig komið í veg fyrir aðkomu bæjarbúa að skipulagsferlinu.

Fulltrúar meirihlutans taka undir greinargerð hafnarstjórnar.