Skipulags- og byggingarráð samþykkir að fella samþykkt sína um skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 9. febrúar 2016 úr gildi.
Fulltrúi Samfylkingarinnar mótmælir því harðlega að skipulagslýsing Flensborgarhafnar sem samþykkt var í bæjarstjórn 13. apríl, 2016 verði felld úr gildi. Þverpólitísk samstaða ríkti um skipulagslýsinguna sem lögð var í mikill kostnaður og vinna sem var í nánu samstarfi við íbúa, rekstraraðila, lóðarhafa ofl. með opnum vinnustofum, fundum og ásamt því að bæjarbúum gafst kostur á að koma að athugasemdum. Í lýsingunni er lögð áhersla á lágreista byggð sem falli vel að aðliggjandi byggð og góða blöndun starfsemi og þjónustu sem dregur að mannlíf. Engin rök hafa komið fram þess efnis að skipulagslýsingin skarist á við fyrirhugaða vinnu við gerð rammaskipulags. Því til staðfestingar er bent á að í mögulegri tímaáætlun lýsingarinnar er gert ráð fyrir samkeppni eða vali á hönnuði eins gert var fyrr á þessu ári. Með því að fella úr gildi núgildandi skipulagslýsingu er gert að engu það samráð sem haft var við íbúa og aðra hagsmunaðila og þannig komið í veg fyrir aðkomu bæjarbúa að skipulagsferlinu.
Fulltrúar meirihlutans taka undir greinargerð hafnarstjórnar.