Til máls tekur Kristín María Thoroddsen.
Einnig tekur til máls Friþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Friðþjófur Helgi svarar andsvari. Ólafur Ingi kemur til andsvars öðru sinni. Friðjófur Helgi svarar andsvari öðru sinni. Ólafur Ingi kemur að stuttri athugasemd.
Næst til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari.
Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir.
Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen. Adda María svarar andsvari. Næst til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Adda María svarar andsvari. Ólafur Ingi kemur til andsvars öðru sinni. Adda María svarar andsvari öðru sinni.
Til máls öðru sinni tekur Guðlaug Kristjánsdóttir og leggur fram svohljóandi tillögur:
Í fyrsta lagi, sú sem er í útsendu fundarboði - að minnisblað verði tekið saman og málinu frestað þar til það liggur fyrir.
Í öðru lagi: málinu verði frestað og efnt til samráðs við íbúa og hagsmunaaðila, sátta leitað og annarra færra leiða en þeirri að fella úr gildi skipulagslýsinguna.
Í þriðja lagi: Fallið verði frá þeim ákvörðunum að fella úr gildi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 2016. Þess í stað verði Skipulags- og byggingaráði falið að undirbúa breytingar á skipulagslýsingunni hvað flatarmál varðar, þannig að umfang hennar samræmist því svæði sem undir er í vinnu samráðsnefndar um gerð rammaskipulags og samræmi verði þannig á plöggunum hvað umfangið varðar. Að öðru leyti haldi skipulagslýsingin gildi sínu og þannig lifi áfram sem afurð góðs samráðs. Þessi lausn gæti orðið til sátta í þeirri stöðu sem nú er komin upp.
Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson.
Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir. Sigurður Þ. Ragnarsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Adda María Jóhannsdóttir. Guðlaug Kristjánsdóttir kemur til andsvars. Sigurður Þ. Ragnarsson svarar andsvari. Guðlaug Kristjánsdóttir kemur til andsvars öðru sinni. Sigurður Þ. Ragnarsson svarar andsvari öðru sinni. Guðlaug kemur að stuttri athugasemd.
Fundarhlé kl. 21:22.
Fundi framhaldið kl. 21:35.
Forseti ber upp tillögu um að málinu verði frestað á milli funda og að Hafnarstjórn taki í millitíðinni saman umbeðið minnisblað sem liggi fyrir a næsta fundi bæjarstjórnar. Er tillagan felld með 6 atkvæðum gegn 5 atkvæðum.
Næst ber forseti upp framkomna tillögu um að málinu verði frestað og efnt til samráðs við íbúa og hagsmunaaðila, sátta leitað og annarra færra leiða en þeirri að fella úr gildi skipulagslýsinguna. Er tillagan felld með 6 atkvæðum gegn 5 atkvæðum.
Þá ber forseti upp framkomna tillögu um að fallið verði frá þeim ákvörðunum að fella úr gildi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 2016. Þess í stað verði Skipulags- og byggingaráði falið að undirbúa breytingar á skipulagslýsingunni hvað flatarmál varðar, þannig að umfang hennar samræmist því svæði sem undir er í vinnu samráðsnefndar um gerð rammaskipulags og samræmi verði þannig á plöggunum hvað umfangið varðar. Að öðru leyti haldi skipulagslýsingin gildi sínu og þannig lifi áfram sem afurð góðs samráðs. Þessi lausn gæti orðið til sátta í þeirri stöðu sem nú er komin upp. Er tillagan felld með 6 atkvæðum gegn 4 atkvæðum og einn situr hjá.
Er þá borin upp fyrirliggjandi tillaga frá Hafnarstjórn um að bæjarstjórn felli úr gildi samþykkt bæjarstjórnar um skipulagslýsingu Flensborgarhafnar. Er tillagan samþykkt 7 atkvæðum gegn 4.
Helga Ingólfsdóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu. Einnig Kristín María Thoroddsen.
Fundarhlé kl. 21:50.
Fundi framhaldið kl. 21:55.
Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:
Afgreiðsla meirihlutans og fulltrúa Miðflokks á tillögu um að breyta skipulagslýsingunni frekar en fella hana úr gildi; samræma hana því umfangi og flatarmáli sem nú er til vinnslu í samráðsnefnd um rammaskipulag, staðfestir að hér er um fyrirslátt að ræða í málflutningi meirihlutans. Vandamálið er þá greinilega ekki fólgið í misræmi eða "skörun" eins og fram kemur í afgreiðslum meirihlutans í Hafnarstjórn og skipulags- og byggingarráði, heldur einhverju öðru. Þetta eitthvað annað er samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og málsaðstæðum líklegast sú staðreynd að skipulagslýsingin hefur gildi sem rök í andmælum íbúa gagnvart skipulagi að Fornubúðum 5.
Meirihluti bæjarstjórnar, ásamt bæjarfulltrúa Miðflokks, hefur hér með kastað á glæ margra ára samráði við hagsmunaaðila og íbúa og sátt um skipulag á svæði Flensborgarhafnar, einu verðmætasta svæði bæjarins.
Þessi vinnubrögð eru forkastanleg og því miður til merkis um vanvirðingu við íbúalýðræði í bænum. Hér er verið að kasta barninu út með baðvatninu og gengið fram af miklu ábyrgðarleysi.
Undir þetta rita bæjarfulltrúar Bæjarlistans, Viðreisnar og Samfylkingar.
Sigurður Þ. Ragnarsson kemur að svohljóðandi bókun:
Núna trekk í trekk hefur það gerst að stjórnvaldsákvarðanir sem teknar hafa verið í stofnunum bæjarins séu gerðar afturreka þar sem annmarkar eru á ákvörðununum. Fyrir liggur að samkeppnislýsing fyrir samkeppni um framtíðarskipulag Flensborgarhafnar eru að nokkru víðari en gildandi skipulag. Af þessum sökum tel ég nauðsynlegt að ógilda skipulagið og hefja vinnu við nýtt skipulag í anda samkeppnislýsinganna.
Ólafur Ingi Tómasson kemur að svohljóðandi bókun fyrir hönd meirihluta bæjarstjórnar:
Bókun Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og Óháðra.
Í öllu skipulagsferli um skipulag Flensborgarhafnar hefur verið haft víðtækt samráð við íbúa og hagsmunaaðila. Efnt var til hugmyndasamkeppni byggða á keppnislýsingu sem var að mestu unnin samkvæmt skipulagslýsingu um Flensborgarhöfn. Í áframhaldandi skipulagsvinnu verður áframhaldandi víðtækt samráð við hagsmunaaðila, íbúa og aðra.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra taka undir bókun Hafnarstjórnar frá því 17. október sl. Sem hljóðar svo:“
„Hafnarstjórn ákvað að efna til hugmyndasamkeppni á grunni keppnislýsingar sem samþykkt var í hafnarstjórn þann 10. janúar 2018. Góð þátttaka var í hugmyndasamkeppninni eða alls 14 tillögur bárust. Tvær arkitektastofur skiptu með sér 1. og 2. sæti og standa nú samningaviðræður við þær um áframhaldandi vinnu við gerð rammaskipulags. Hafnarstjórn lítur svo á að hugmyndir sem ofangreindar arkitektastofur vinna eftir hvað varðar skipulag um Flensborgarhöfn og Óseyrasvæði sé stefnumótandi og geti í einhverjum tilfellum skarast á við samþykkt hafnarstjórnar þann 18. febrúar 2016.“