Ofanbyggðavegur er nefndur í kafla 2.2 Samgöngur og veitur, sem eitt af viðfangsefnum endurskoðunar. Ekki er fjallað nánar um hann, en bent skal á hann er sýndur í gildandi svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, og í tillögu að Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2025 - 2040 er ákvæði um að "tenging Reykjanesbrautar ofan byggðar á sunnanverðu höfuðborgarsvæðinu til að beina fjarumferð framhjá gatnakerfi bæjarins, þ.e. nýjar útfærslur meginstofnvega eins og þeir eru í dag, verða áfram til skoðunar og ekki útilokaðar í aðalskipulagsáætlunum sveitarfélaga."
Tenging göngu- og hjólreiðastíga er nefnd í kafla 3.3 Þjónustukerfi, "Stígakerfi tryggi góðar göngu- og hjólaleiðir milli hverfa, skólasvæða og annarra áfangastaða í bænum og upplandinu. Bent er á að huga þarf jafnframt að tengingum við nágrannasveitarfélög.
Í kafla 5.3 er vísað til Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025. Í gildi er Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, staðfest 10.07.2014.
Varðandi vatnsvernd þyrfti að fjalla um vatnsbólið Mygludali á sveitarfélagamörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar, þar sem breyting á mörkum þess hefur áhrif á lagningu háspennulína.
Tveir kirkjugarðar eru nefndir, en ekki fjallað um framtíðar kirkjugarða eða samnot af öðrum kirkjugörðum.
Enginn urðunarstaður fyrir jarðveg og byggingarúrgang er í sveitarfélaginu, og þyrfti að fjalla um þann þátt. Skipulags- og byggingarráð áskilur sér rétt til að gera athugasemdir við útfærslur einstakra atriða á síðari stigum.