Hótel í miðbæ Hafnarfjarðar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 364
10. febrúar, 2015
Annað
Fyrirspurn
Bæjarráð óskaði 29.01.15 eftir því að SBH tilnefni tvo fulltrúa ráðsins í undirbúningshóp, ásamt bæjarstjóra, sem útfæri tillögur um mögulegar lóðir fyrir hótel í miðbænum.
Svar

Skipulags- og byggingarráð leggur til að skipaðir verði 3 úr skipulags- og byggingarráði í starfshópinn. Ráðið fagnar því að málefni miðbæjarins sé tekið til skoðunar og telur ríka þörf á að miðbærinn verði skoðaður heilstætt með áherslu á atvinnu, uppbyggingarmöguleika, og heildarsýn. Lagt er til að starfshópurinn heiti: Starfshópur um miðbæinn, framtíðarsýn hans og möguleika. Fulltrúar ráðsins verða Pétur Óskarsson, Borghildur Sturludóttir og Júlíus Andri Þórðarson.