1. varaforseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur við fundarstjórn.
Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls.
Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.
Helga Ingólfsdóttir tekur til máls.
Gunnar Axel Axelsson tekur til máls. Helga Ingólfsdóttir kemur til andsvars.
Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur til máls.
Borghildur Sturludóttir tekur til máls. Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur til andsvars.
Fundarhlé gert kl. 18:58.
Fundi fram haldið kl. 19:00
Forseti bar upp eftirfarandi breytta tillögu frá þeirri sem liggur þegar fyrir fundinum:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við Ríkiskaup um kaup á Suðurgötu 14. Leiði viðræðurnar til kauptilboðs skuli liggja fyrir tillögur um fyrirkomulag fyrirhugaðrar starfsemi í húsinu, þ.m.t. vinnustað og virkniúrræði fyrir fatlað fólk. Ennfremur liggi fyrir kostnaðarmat á lagfæringum og breytingum hússins, svo og heildarúttekt á kostnaði og fjárhagslegum og samfélagslegum ávinningi af verkefninu.
Bæjarstjórn samþykkir framborna breytta tillögu með 11 greiddum atkvæðum.