Klukkuvellir 1, deiliskipulagsbreyting
Klukkuvellir 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1748
24. júní, 2015
Annað
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð BÆJH frá 16.júní sl. Ástak ehf. sækir 22.1.2015 um deiliskipulagsbreytingu á Klukkuvöllum 1, breyting á lóð og fjölgun um 1.íbúð, samkvæmt teikningum Jóns Grétars Ólafssonar dagsettar 21.1.2015. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemd barst. Nýr uppdráttur barst 09.06.2015. Brugðist hefur verið við athugasemd varðandi sorpgeymslur. Skipulags- og byggingarráð samþykkir skipulagið með þeirri breytingu og að málinu verði lokið í samræmi við 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tilögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi Klukkuvalla 1 samkvæmt uppdrætti Jóns Grétars Ólafssonar dags. 09.06.2015 og að málinu verði lokið samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Ólafur Ingi Tómasson tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.