Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari.
Einar Birkir Einarsson tók þá til máls, síðan Adda María Jóhannsdóttir sem lagði fram eftirfarandi breytingartillögu bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:
"Í fjárhagsáætlun ársins 2015 og greinargerð með henni sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 10. desember sl. kemur fram að gert sé ráð fyrir að börnum í leikskólum Hafnarfjarðar muni fækka milli ára og það muni leiða til samsvarandi hagræðis í rekstri leikskólastigsins. Í tillögum meirihluta fræðsluráðs frá 27. nóvember sl. sem samþykktar voru með atkvæðum meirihlutans og liggja til grundvallar útfærslu fjárhagsáætlunar sviðsins kemur fram að gert sé ráð fyrir að leikskólabörnum muni fækka um 120 á milli áranna 2014 og 2015 og heildarsparnaður bæjarins vegna þess verði 73 milljónir króna.
Vísað er til þessa við ákvörðun fræðsluráðs frá 26. janúar sl., þar sem samþykkt var að segja upp samningi um rekstur ungbarnaleikskólans Bjarma. Þá hefur margítrekað komið fram að meirihlutinn telji að svigrúm sé til að fækka umtalsvert leikskólaplássum á næsta ári, með lokunum rekstrareininga, deilda eða öðrum leiðum.
Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að horfið verði frá fyrrgreindri ákvörðun um samdrátt í rekstri leikskólastigsins frá og með næsta hausti. Í stað lokunar ungbarnaleikskólans og fyrirhugaðrar fækkunar leikskólaplássa leggjum við til að bæjarstjórn samþykki að lækka inntökualdur í áföngum næstu ár og setji sér skýr markmið um að geta boðið foreldrum og börnum í Hafnarfirði upp á val um þjónustu leikskóla eða dagforeldra frá 12 mánaða aldri líkt og vilji flestra foreldra stendur til og mörg önnur sveitarfélög eru byrjuð að vinna að. Eðlilegt er að slíkar breytingar séu gerðar í áföngum og tekið sé mið af mannfjöldaspá sem gerir ráð fyrir að börnum á núverandi inntökualdri muni fækka umtalsvert næstu ár."
Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu Öddu Maríu Jóhannsdóttur, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom einnig að andsvari við ræðu Öddu Maríu Jóhannsdóttur, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari, Helga Ingólfsdóttir kom að andsari öðru sinni, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari örðu sinni.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók þessu næst til máls, Einar Birkir Einarsson kom að andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.
Kristinn Andersen tók þá til máls, síðan Ófeigur Friðriksson, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu Ófeigs Friðrikssonar.
Guðlaug Kristjánsdóttir tók einnig til máls og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Adda María Jóhannsdóttir kom andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir svaraði andsvari, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari öðru sinni.
Guðlaug Kristjánsdóttir tók síðan við stjórn fundarins að nýju.
Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók þessu næst til máls, Adda María Jóhannsdótttir kom að andsvari, bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson svaraði andsvari.
Gengið var til atkvæðagreiðslu og fyrst greidd atkvæði um framkomna breytignartillögu.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar felldi fram komna breytingartillögu með 7 atkvæðum gegn 4.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfesti síðan fyrirliggjandi tillögu fræðsluráðs með 7 atkvæðum gegn 4.
Adda María Jóhannsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu.