Lagt fram til kynningar. 20.1. 1502304 - Hönnun í Hafnarfirði 12.-15. mars Hafnarborg, Íshús Hafnarfjarðar og Litla hönnunarbúðin taka þátt í Hönnunarmars. Hafnarfjarðarbær mun að því tilefni verða með sérstaka áherslu á hönnun 12.-15. mars. Nefndin styður það heilshugar að vakin sé athygli á flottri hönnun í Hafnarfirði. 20.2. 1502068 - Viðburðir 2015 Umræðu frá síðasta fundi haldið áfram um skiptingu fjármagns og fleira. Rætt um að spenna bogann eins og strengur þolir í viðburðum 2015. Skemmtilegri Hafnarfjörður. 20.4. 1502313 - Skemmtilegar merkingar. Lögð fram drög að bréfi nefndar til umhverfis og framkvæmdaráðs um skemmtilgar merkingar þar sem unnið verður með Hafnarfjarðarbrandara m.a. Nefndin samþykkir bréfið fyrir sitt leyti. Nefndin leggur mikið uppúr húmor, glensi, jákvæðni og skemmtilegheitum og vonast til að umhverfis- og framkvæmdaráð deili þeirri skoðun. Óskað er eftir kostnaðarmati, tíma- og framkvæmdaáætlun.