Reglur um tekjutengdan afslátt fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3422
3. desember, 2015
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn Öldungaráðs. Lögð fram tillaga að reglumum tekjutengdan afslátt fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega 2016.
Svar

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri endurmeti forsendur um tekjuviðmið og málið verði sett á dagskrá bæjarstjórnar.


Bæjarfulltruar Samfylkingar og VG leggja fram svohljóðandi bókun: Tekjuviðmið vegna afsláttar fasteignaskatta elli- og örorkulífeyrisþega voru eingöngu hækkuð um 2.7% á árinu 2015 en þjóðhagsspá gerir ráð fyrir að laun hækki um 7.1% á árinu. Árið áður voru viðmiðin hins vegar hækkuð um 6%, sem var í samræmi við þróun launa. Frá því að nýr meirihluti tók við hafa tekjuviðmiðin þannig lækkað að raungildi og þeim sem eiga rétt til afsláttar fækkað samsvarandi. Verði tillaga að tekjuviðmiðum næsta árs samþykkt óbreytt í bæjarstjórn munu viðmiðin þannig hafa hækkað um 7,31% frá árinu 2013 á meðan laun hafa hækkað um rúm 15%.
Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að viðmiðin verði látin fylgja launaþróun og hækkun síðasta árs leiðrétt til samræmis við raunverulega launaþróun.