Markaðsstofa Hafnarfjarðar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3400
12. febrúar, 2015
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram eftirfarandi tillaga : "Bæjarstjóra er falið að hefja undirbúning að stofnun markaðsstofu fyrir Hafnarfjarðarbæ, sem hefur að meginmarkmiði að kynna Hafnarfjörð og kosti bæjarfélagsins fyrir starfsemi fyrirtækja, móttöku ferðamanna og nýjum íbúum. Jafnframt er markaðsstofunni ætlað að efla samstarf og tengsl við fyrirtæki og aðra starfsemi sem þegar er til staðar í bænum.
Lagt er til að boðað verði til opins fundar um stofnun markaðsstofu fimmtudaginn 5. mars kl. 17, þar sem sérstaklega verði kallað eftir þátttöku úr atvinnulífi bæjarins. Bæjarstjóra er falið að undirbúa fundinn og tillögur sem þar yrðu kynntar um rekstrarfyrirkomulag og starfsemi markaðsstofunnar."
Svar

Bæjarráð samþykkti framlagða tillögu.

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar Samfylkingar og VG fagna því að nýr meirihluti ætli að endurvekja vinnu við undirbúning stofnunar Hafnarfjarðarstofu á grundvelli samþykktar bæjarstjórnar frá 22. janúar á síðasta ári."