Fyrirspurn
Lögð fram eftirfarandi tillaga :
"Bæjarstjóra er falið að hefja undirbúning að stofnun markaðsstofu fyrir Hafnarfjarðarbæ, sem hefur að meginmarkmiði að kynna Hafnarfjörð og kosti bæjarfélagsins fyrir starfsemi fyrirtækja, móttöku ferðamanna og nýjum íbúum. Jafnframt er markaðsstofunni ætlað að efla samstarf og tengsl við fyrirtæki og aðra starfsemi sem þegar er til staðar í bænum.
Lagt er til að boðað verði til opins fundar um stofnun markaðsstofu fimmtudaginn 5. mars kl. 17, þar sem sérstaklega verði kallað eftir þátttöku úr atvinnulífi bæjarins. Bæjarstjóra er falið að undirbúa fundinn og tillögur sem þar yrðu kynntar um rekstrarfyrirkomulag og starfsemi markaðsstofunnar."