Kristinn Andersen tók til máls, þá Gunnar Axel Axelsson,Kristinn Andersen kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar.
Ófeigur Friðriksson tók síðan til máls, Kristinn Andersen kom að andsvari, Ófeigur Friðriksson svaraði andsvari, Kristinn Anderen kom að andsvari öðru sinni.
Gunnar Axel Axelsson tók þá til máls öðru sinni og lagði fram breytingartillögu þess efnis að verkefnisshópurinn yrði launaður, Kristinn Andersen kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framkomna breytingartillögu með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti síðan fyrirliggjandi tillögu með áorðnum breytingum með 11 samhljóða atkvæðum.
Framkomu eftirfarandi tilnefningar í verkefnishópinn:
Kristín María Thoroddsen
Pétur Óskarsson
Sigurbergur Árnason
Linda B. Hilmarsdóttir
Karl Guðmundsson
Ólafur Þór Ólason
Heiðdís Helgadóttir
Þetta eru jafn margir og tilnefnda skal og staðfestir bæjarstjórn Hafnarfjarðar tilnefningarnar.