Markaðsstofa Hafnarfjarðar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3405
24. apríl, 2015
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju. Lögð fram eftirfarandi tillaga: "Bæjarráð styður hugmyndir undirbúningshóps um stofnun Markaðsstofu Hafnarfjarðar, sem tók til starfa í framhaldi opins fundar um málið í Hafnarborg 17. mars sl. Þar er gert ráð fyrir undirbúningsáfanga til 6 mánaða, þar sem starfsemin verður mótuð, aflað verður þátttakenda að verkefninu og fyrstu viðfangsefnum ýtt úr vör. Fyrir árslok verði Markaðsstofan formlega stofnuð á grunni undirbúningsvinnunnar. Bæjarstjóra er falið að vinna með fulltrúum hópsins að undirbúningsáfanganum og bæjarráð leggur til að Hafnarfjarðarbær veiti verkefninu stuðning með fjárframlagi að upphæð 6,0 mkr. og starfsaðstöðu meðan á undirbúningsáfanganum stendur. Auglýst verði eftir verkefnisstjóra og hann starfi undir stjórn verkefnishóps sem skipaður verði 4 fulltrúum undirbúningshópsins og 3 fulltrúum tilnefndum af bæjarráði 6 mánaða. Verkefnishópurinn er ólaunaður. Bæjarráð verði áfram upplýst um framvindu verkefnisins."
Svar

Bæjarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögu til bæjarstjórnar og felur bæjarstjóra jafnframt að leggja fram erindisbréf fyrir verkefnishópinn sem liggi fyrir á fundinum.

Jafnframt er óskað eftir að tilnefningar í verkefnishópinn liggi fyrir fundi bæjarstjórnar.