"Bæjarráð styður hugmynd undirbúningshóps vegna stofnunar Markaðsstofu Hafnarfjarðar, sem settur var á laggirnar í framhaldi opins fundar um málið í Hafnarborg 17. mars sl.
Í þeim hugmyndum er m.a. gert er ráð fyrir undirbúningsáfanga til 6 mánaða, þar sem starfsemin verður mótuð, aflað verður þátttakenda að verkefninu og fyrstu verkefnum ýtt úr vör. Fyrir árslok verði Markaðsstofan formlega stofnuð á grunni undirbúningsvinnunnar.
Bæjarstjóra er falið að vinna með hópnum að undirbúningsáfanganum og bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra geri tillögu hvernig Hafnarfjarðarbær geti veitt verkefninu stuðning með fjárframlagi fyrir verkefnisstjóra og starfsaðstöðu meðan á undirbúningsáfanganum stendur.
Bæjarráð verði áfram upplýst um framvindu verkefnisins."