Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar fagnar þeirri fjölbreyttu afmælisdagskrá í tilefni 100 ára kosningaréttar kvenna sem nú liggur fyrir, dagskrá sem leggur áherslu á lýðræðisþátttöku og jafnréttismál í sinni víðustu mynd.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að heiðra minningu og sögu þeirra kvenna sem ruddu brautina með því að setja upp minningarstétt í lautinni við við Siggubæ."
Tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan. Guðlaug Kristjánsdóttir tók síðan við stjórn fundarins að nýju.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók síðan til máls.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.