Innheimtumál, fyrirspurn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3400
12. febrúar, 2015
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram skrifleg fyrirspurn bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna.
Af gefnu tilefni, með vísan til 28. greinar sveitarstjórnarlaga nr. 28/2011, leggja fulltrúar Samfylkingar og VG fram eftirfarandi skriflega fyrirspurn um framkvæmd innheimtumála hjá Hafnarfjarðarbæ.
1. Hversu oft á sl. 12 mánuðum hefur barni verið úthýst af leikskólum Hafnarfjarðarbæjar vegna vangreiddra leikskólagjalda?
2. Á hvaða aldri voru þau börn sem hefur verið úthýst af leikskólum Hafnarfjarðarbæjar vegna vangreiddra leikskólagjalda sl. 12 mánuði?
3. Hversu lengi að meðaltali hafa þau börn verið utan leikskóla að meðaltali sem hefur verið úthýst vegna vangreiddra leikskólagjalda og hversu lengi hefur sá tími verið að hámarki?
4. Eftir hvaða verklagsreglum er farið þegar þessu innheimtuúrræði er beitt svo m.a. sé tryggt að ekki sé farið harðar fram við innheimtu en réttlætanlegt er með hliðsjón af hagsmunum barns?
Ekki er óskað upplýsinga sem talist geta viðkvæmar persónuupplýsingar eða fallið geta undir ákvæði laga um persónuvernd og meðferð trúnaðarupplýsinga nr. 77/2000. Óskað er skriflegs svars á næsta fundi bæjarráðs.
Svar

Lagt fram.