Fyrirspurn
Lögð fram skrifleg fyrirspurn bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna.
Fulltrúar Samfylkingar og VG óska eftir upplýsingum hvers vegna erindi til bæjarstjórnar sem barst bæjaryfirvöldum með formlegum hætti þann 13. janúar sl. frá foreldrafélagi Áslandsskóla hafi ekki enn verið komið á framfæri við bæjarstjórn, nú nærri mánuði eftir að erindið barst til bæjarstjóra?
Óskað er skriflegs svars á næsta fundi bæjarráðs.
Bókun:
Af gefnu tilefni árétta fulltrúar Samfylkingar og VG mikilvægi þess að farið sé að reglum um birtingu gagna með fundargerðum á vef Hafnarfjarðarbæjar sem samþykktar voru á síðasta kjörtímabili og var ætlað að auka aðgengi almennings að upplýsingum og gagnsæi í ákvörðunum bæjarstjórnar. Eðlilegt er að kynning á reglunum fari fram í öllum ráðum og nefndum svo allir sem þar koma að málum séu meðvitaðir um tilvist þeirra og þýðingu.
Þá benda fulltrúar Samfylkingar og VG á að ástæða er til endurskoðunar á gildandi verklagsreglum um aðgengi bæjarfulltrúa að gögnum frá 2. júní 2009 til samræmis við breytingar á sveitarstjórnarlögum og síðustu endurskoðunar samþykktar um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra frá fundi með foreldrum úr Áslandsskóla.