Málefni Hafnarfjarðarhafnar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3405
24. apríl, 2015
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs: "Þann 3. mars sl. lögðu bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna fram formlega fyrirspurn í 8 liðum. Í svari bæjarstjóra sem lagt var fram 26. mars sl. er ekki að finna svör við nema hluta þeirra spurninga sem óskað var svara við, m.a. um hver þáttur hans sjálfs í málinu hafi verið. Í stað þess að svara hinni formlegu fyrirspurn með viðeigandi hætti er í nokkrum veigamiklum atriðum vísað í samantekt hafnarstjóra sem ekki hefur fengist gerð aðgengileg almenningi. Engin rökstuðningur liggur þó fyrir með vísan til undanþáguákvæða upplýsingalaga sem skýrir á hvaða grundvelli sú framkvæmd er byggð. Verði trúnaði ekki aflétt af samantektinni , lítum við svo á að fyrirspurn okkar hafi ekki verið svarað með þeim hætti sem eðlilegt getur talist. Með vísan til 28. gr. sveitarstjórnarlaga og 20. gr. samþykkta Hafnarfjarðarbæjar ítreka bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna fyrirspurn sína og fara fram á að henni verði svarað með fullnægjandi hætti, formlega og svörin verði gerð opinber."
Svar

Lagt fram.