Breytingar í rekstri fyrirtækja og stofnana Hafnarfjarðarbæjar, fyrirspurn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3400
12. febrúar, 2015
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram skrifleg fyrirspurn bæjarráðsfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna.
Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja fram eftirfarandi skriflega fyrirspurn um breytingar í rekstri fyrirtækja og stofnana Hafnarfjarðarbæjar.
Hafa á undanförnum vikum eða mánuðum verið gerðar einhverjar breytingar á t.d. starfskjörum einstakra hópa starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar, almennar breytingar á fyrirkomulagi vinnutíma (s.s.vaktafyrirkomulagi) í stofnunum sem tilheyra sveitarfélaginu, á framkvæmd innkaupa eða öðru sem telja má til almennra breytinga á verklagi og/eða daglegri framkvæmd í rekstri og stjórnun sveitarfélagsins?
Ef já, hverjar hafa þær verið, á grundvelli hvaða ákvarðana bæjarstjórnar/bæjarráðs hefur verið ráðist í þær og hvenær og hvernig hefur bæjarstjóri sinnt upplýsingaskyldu sinni um framkvæmd þeirra gagnvart bæjarstjórn eða eftir atvikum bæjarráði?
Óskað er skriflegs svars á næsta fundi bæjarráðs.
Svar

Lagt fram.