Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar leggja fram eftirfarandi bókun:
"Svar ráðuneytisins staðfestir að ákvörðunin var samþykkt í bæjarstjórn og því staðið rétt að gerð fjárhagsáætlunar ársins 2015."
Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:
"Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs telja svar innanríkisráðuneytisins aðeins ná til afgreiðslu bæjarstjórnar frá 18. febrúar sl. um afturköllun á skerðingu á sérstökum húsaleigubótum - álit ráðuneytisins tekur ekki til þess álitamáls um réttmæti breytinga á sérstökum húsaleigubótum. Því álitaefni er vísað til skoðunar í velferðarráðuneyti. ítrekuð er því fyrri bókun sem bendir á að engin tillaga um breytt viðmið vegna sérstakra húsaleigubóta hafa verið samþykkt í fjölskylduráði og því ekki heldur rétt að slík samþykkt hafi verið staðfest við samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015."