Húsaleigubætur, breyting á reglum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3403
26. mars, 2015
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju. Lagt fram svar innanríkissráðuneytis varðandi framkvæmd breytinganna.
Svar

Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar leggja fram eftirfarandi bókun:
"Svar ráðuneytisins staðfestir að ákvörðunin var samþykkt í bæjarstjórn og því staðið rétt að gerð fjárhagsáætlunar ársins 2015."

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:
"Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs telja svar innanríkisráðuneytisins aðeins ná til afgreiðslu bæjarstjórnar frá 18. febrúar sl. um afturköllun á skerðingu á sérstökum húsaleigubótum - álit ráðuneytisins tekur ekki til þess álitamáls um réttmæti breytinga á sérstökum húsaleigubótum. Því álitaefni er vísað til skoðunar í velferðarráðuneyti. ítrekuð er því fyrri bókun sem bendir á að engin tillaga um breytt viðmið vegna sérstakra húsaleigubóta hafa verið samþykkt í fjölskylduráði og því ekki heldur rétt að slík samþykkt hafi verið staðfest við samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015."