Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til:
Áður en ákvörðun verður tekin um afgreiðslu erindisins verði bæjarstjóra falið að kanna hvernig staðið er að fjármögnun bæna- og samkomuhúsa trúfélaga og skráðra lífsskoðunarfélaga og hvort sveitarfélög eru almennt að taka þátt í stofnkostnaði þeirra í dag umfram það sem kveðið er á um í lögum um Kristnisjóð.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Jafnframt er óskað eftir ítarlegri upplýsingum um styrki undanfarinna ára til sókna í Hafnarfirði.